Category Archives: General / Almennt

JOE DAVIS – APPLES AND ALIENS

Lista- og vísindamaðurinn Joe Davis.

Miðvikudaginn 23. apríl kl. 12.10 heldur bandaríski lista- og vísindamaðurinn  Joe Davis fyrirlesturinn Apples and Aliens í fyrirlestrarröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.

Joe Davis er stundum kallaður “brjálaði vísindamaðurinn” í MIT fyrir  að samtvinna vísindarannsóknir sínar listsköpun. Joe telur að listamenn eigi að búa yfir víðtækri þekkingu á nýjustu vísindarannsóknum til að geta skapað list sem skiptir máli fyrir samtímann.  Hann hefur sjálfur sinnt rannsóknum á sviði sameindalíffræði og erfðafræði, en  hefur á undanförnum árum lagt sífellt meiri áherslu á að nýta þekkingu sína á vísindum í listsköpun sinni. Hann hefur meðal annars grætt alfræðiþekkingu mannsins (wikipediu) í genakóða eplis og tekið þátt í fjölda verkefna sem kanna möguleikann á samskiptum manns og geimvera. Joe Davis mun ræða þessi og önnur stórhuga verkefni sín í fyrirlestrinum.

Joe hefur komið víða við á löngum ferli. Hann hefur stundað rannsóknir við  MIT Center for Advanced Visual Studies (1981-1990) og Alexander Rich Laboratory, líffræðideild MIT frá 1990 til þessa dags. Hann starfar einnig sem lista- og vísindamaður við George Church Laboratory, við erfðafræðideild , Harvard Medical School (síðan 2010) og var þátttakandi í rannsóknum á vegum  McLuhan Program við University of Toronto á árunum 1995 – 2008.

Joe Davis hlaut Golden Nica verðlaunin á raflistahátíðinni Ars Electronica árið 2012.

Fyrirlestur Joe Davis við Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands er í boði  Lornu félags áhugamanna um rafræna list og Lorna Lab og er styrkur af Reykjavíkurborg.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

 

Joe Davis “UNDERSTANDING EXOHEXAHEDRA”

At Reykjavik University, Tuesday 22.4.2014 at 15:00 in M104

Understandings of the histories and languages of both art and science are necessary to understand the possibilities for their interaction. I will present some of these contexts in order to cover the motivations surrounding my own work in several fields and some of the practical problems that I have encountered along the way. I will also touch on the lives and works of others to focus on implications for a new mentality in the study and practice of both art and science: all of the space around an old idea.

http://seattletimes.com/html/thearts/2014185076_joedavis11.html

http://we-make-money-not-art.com/archives/2011/09/heaven-earth-joe-davis.php

Gestur LornaLAB í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, sunnudaginn 6 apríl er Smári McCarthy, hönnuður, forritari og áhugamaður um stafrænt frelsi. Hann fjallar um skörun frelsis og öryggis í netveruleikanum. Hverjir vita hvað fólk gerir í tölvunum sínum og af hverju … Continue reading