Auglýst eftir framsögum um Raspberry Pi

Lornalab ætlar að kanna og kynna Raspberry Pi smátölvuna á næstunni. RPi fæst að öllu jöfnu með sérsniðinni linux uppsetningu en fleiri stýrikerfi hafa verið sniðin fyrir hana, hún er ódýr og öflug og hefur því kveikt áhuga margra í nýsköpunar, grúsk og þróunarsamvinnugeirum.

Lornalab hefur fregnir af því að rétt undir 1000 Raspberry Pi séu í notkun á Íslandi, okkur langar mikið að vita hvað þið eruð að gera með gripinn! Áhugasamir um að mæta á hitting og jafnvel kynna eigin verkefni hafi samband á:

lornalabcore@googlegroups.com

Lornalab var með svipaðar kynningar / hittinga þegar Arduino fór að dúkka upp á íslandi og getum vottað um góða stemmingu og synergíu í því samhengi!

Wikipedia um RPi

Comments are closed.