Raspberry Pi 23. febrúar

Lornalab kynnir Raspberry Pi smátölvuna laugardaginn 23. febrúar milli kl 13:00-15:00 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.  Raspberry Pi fæst að öllu jöfnu með sérsniðinni linux uppsetningu en fleiri stýrikerfi hafa verið sniðin fyrir hana, hún er ódýr og öflug og hefur því kveikt áhuga margra í nýsköpunar-, grúsk- og þróunarsamvinnugeirum.

Lornalab hefur fregnir af því að rétt undir 1000 Raspberry Pi séu í notkun á Íslandi.  Allir eigendur RPi sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta, hlýða á kynningar, drekka kaffi og spjalla.

Comments are closed.