Kaffilab#5 – Gervigreind

Fimmtudaginn 24. feb. 2011. Listasafni Reykjavíkur 18.00 – 20.00. Ókeypis inn, heitt á könnunni.

Hannes Högni Vilhjálmsson, dósent í tölvunarfræði og verkefnastjóri á Gervigreindarsetri HR (cadia.ru.is)  heldur stutta kynningu á smíði vitvera (intelligent agents) og því hvernig þær eru gæddar sjálfstæðu lífi með einföldum reglum. Meðal annars verða sýnd dæmi úr rannsóknarverkefni sem miðar að því að fylla margskonar grafísk rými af sýndarmanneskjum sem hegða sér eins og fólk.”

Hannes Högni Vilhjálmsson er dósent í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, þar sem hann stundar rannsóknir við gervigreindarsetur skólans. Rannsóknir hans snúast fyrst og fremst um það hvernig hægt er að gæða stafræna holdgervinga og vitverur mannlegum eiginleikum í félagslegu umhverfi. Áður en Hannes kom til HR árið 2006, starfaði hann sem vísindamaður við Suðurkaliforníuháskóla (USC) við að þróa leikjaumhverfi til kennslu á tungumáli og menningu framandi þjóða. Hannes lauk doktorsprófi í miðlunarlistum og -vísindum frá MIT árið 2003, og prófi í tölvunarfræðum frá Háskóla Íslands árið 1994.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>