Arduino#1 Beginners Workshop

LornaLab stendur fyrir grunnnámskeiði í notkun Arduino microcontroller.

http://www.arduino.cc/

Arduino hefur rutt sér til rúms sem aðgengilegt tæki fyrir listamenn, nörda og hobbýista til þess að stýra vélbúnaði, nemum og öðrum jaðartækjum stafrænt.

Kennari námskeiðsins er Erik Parr sem vinnur fyrir gerfigreindarsetur Háskólans í Reykjavík. Aðstoðarkennarar eru aðrir meðlimir Lornalab

Námskeiðið er frítt en þáttakendur þurfa að hafa Arduino bretti með sér og USB snúru til að tengja það eigin fartölvu (MAC/PC). Lornalab hefur nú þegar tekið að sér að kaupa erlendis frá um dúsin Arduino UNO bretti fyrir áhugasama sem mættu á kynningu í október.

Eitthvað er þó til af lánsbrettum og óseldum brettum er því áhugasömum (sem ekki hafa pantað bretti fyrirfram) eindregið ráðlagt að hafa samband. Einnig ætti nokkuð að lærast af því að koma og fylgjast bara með.

Kennd verða framhaldsnámskeið um notkun Arduino síðar á þessu ári og í upphafi næsta árs.

Námskeiðið er frítt en frjálsum framlögum er góðfúslega veitt viðtaka til að standa straum af kostnaði LornaLab við undirbúning og tækjakaup sem að námskeiðinu standa (og kaffi veitingum) en alls ekki meira en tvöþúsundkall!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>