Arduino hittingur í Hafnarhúsinu

Arduino hittingur
Laugardagur 19. mars kl. 13-17
Hafnarhús – fjölnotasalur

LornaLAB í samvinnu við Listasafn Reyjavíkur stendur fyrir kynningu á notkun Arduino bretta. Arduino hefur rutt sér til rúms sem aðgengilegt tæki fyrir listamenn til þess að stýra vélbúnaði, nemum og öðrum jaðartækjum stafrænt. Meðlimir í LornaLAB kynna tæknina áhugasömum. Sjá nánar: http://www.arduino.cc/

Viðburðurinn er frír, eigendur Arduino bretta eru hvattir til að mæta með þau ásamt eigin fartölvu. Áhugsömum sem ekki eiga Arduino velkomið að koma og taka í lánsbretti (best að mæta með eigin fartölvu samt).

Ráðlegt að melda sig fyrir fram (t.d. á póstlistanum okkar, sjá @ hér að ofan) ef þú ert brettislaus eða með tiltekið Arduino vandamál sem þú þarft lausnar á.

Allir velkomnir, heitt á könnunni!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>