Live coding: ixi lang & SuperCollider

Þórhallur Magnússon kynnir verkefni sitt ixi lang

( www.vimeo.com/ixi )

en það er forritunarmál ætlað fyrir live coding flutning af tónlist. ( Sjá www.toplap.org ). Live coding má segja að séu framvarðarannsóknir í tölvutónlist og sem dæmi má nefna að ICMC (International Computer Music Conference) í ár er með sérstakar kategoríur fyrir verk og greinar um live coding.

ixi lang er sterklega takmarkað forritunarmál sem hægt er að læra á innan við klukkutíma. Það hefur hinsvegar aðgang að SuperCollider forritunarmálinu, svo að hægt er að skrifa tónlist í báðum umhverfunum í sama verkinu.

Prógram kvöldsins er þetta:

1) Stutt kynning á live coding, helstu frumkvöðlum og þeim tólum sem notuð eru.
2) Orkukynning á SuperCollider ( http://supercollider.sourceforge.net/ )
3) Ítarlegri kynning á ixi lang og ixi software ( www.ixi-audio.net )
4) Workshop þar sem unnið verður með ixi lang. Einnig verður farið í SuperCollider og workshoppið því spunnið eftir áhugasviðum þátttakenda.

Sérstök versjón af ixi lang v3 hefur verið skellt á netið fyrir þetta workshop.

http://www.ixi-audio.net/alpha/ixi_lang.zip

(þetta er næsta útgáfa, en gæti innihaldið nokkrar pöddur í kóðanum).

NB. SuperCollider er cross platform, en ixi lang virkar aðeins á Makka í augnablikinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>