Smiðja 3 haust 2011. HLJÓÐÆRASMÍÐI#1.

Smiðja 3 haust 2011. HLJÓÐÆRASMÍÐI#1.

Laugardaginn 29. október, kl: 13 – 17, Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi.

Seinustu tvær smiðjur LornLAB á árinu eru tileinkaðar Hljóðfærasmíð. Sú fyrri verður með því sniðinu að fjórir hljóðfærasmiðir kynna sjálfa sig stuttlega og fjalla svo um tilteknar lausnir sem þeir nýta sér í starfa sínum.

• 13:00 – 13:15 Halldór Úlfarsson, myndlistarmaður. Gerð “pikköppa” fyrir einn streng. Hægt verður að prófa pikköppin og fá ráðleggingar um  gerð þeirra.

• 14:00 – 14:25 Hans Jóhannson, fiðlusmiður. Sveiflugreining hljóðskrokka (e. modal analysis) með útskýringum og sýnidæmum.

Fiðlan hér að ofan er eitt af þeim hljóðfærum Hansa þar sem hann  hefur stuðst við sveiflugreiningu í hönnunarvinnunni. Í hans orðum:

“Form byggð á þrívíðum harmónískum sveiflum og lífrænni formbyggð.
Samruni hefðbundins verklags og tölvusveiflugreiningu (experimental modal analysis) Samt fullkomlega skilgreinanleg sem fiðla/víóla/selló/bassi.”

• 15:00 – 15:15 Jóhann Gunnarson, hljóðfærasmiður. Jóhann segir lítillega frá starfa sínum og býður gestum að spyrja um eitt og annað tengt smíði klassískra hljóðfæra.

• 16:00 – 16:15  Þráinn Hjálmarsson, tónskáld. Þráinn segir frá tilraunum sínum með hljóðeiginleika aflokaðra rýma sem lið í þróun hljóðfærisins Þránófónn. Hann og Halldór verða með sýnidæmi tengt þeim mælingum sem þeir hafa staðið í undanfarið.

[slideshow post_id=512]Úr vinnuferlinu.

-

Kynningar verða stuttar og framvinda dagskrárinnar miðar að því að gestir og framsögumenn geti spjallað sem mest. Áhugasöm um tengd efni eru eindregið hvött til að taka þátt í umræðunni. Heitt verður á könnunni.

Umsýsla smiðjunnar er í höndum Halldórs Úlfarssonar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>