Róbótar / Robotics – LornaLAB, Hafnarhús, laugardag 31 mars kl.13 -17

Róbótar / Robotics – LornaLAB, Hafnarhús,

laugardag 31 mars kl.13 -17

Þriðja samstarfsverkefni LornaLAB og Listasafns Reykjavíkur á þessu ári verður laugardaginn 31. mars kl 13 – 17.  Umsjón með smiðjunni að þessu sinni hefur Sigrún Harðardóttir myndlistamaður.

Viðfangsefni smiðjunnar er notkun, stjórnun og smíði Róbota. Gestafyrirlesarar eru tveir starfsmenn Háskólans í Reykjavík þeir Joseph Timotei Foley kennari og Stefán Freyr Stefánsson leiðbeinandi. Sérstakur gestur smiðjunar verður Ehsan Hoque doktorsnemi frá MIT. Dollý róbót Halldórs Úlfarssonar verður einnig til sýnis. Sjá nánar http://www.halldorulfarsson.info/unrealized/robomaster.

Joseph T. Foley er fæddur í Bandaríkjunum. Hann er með BS og M.Eng gráðu í tölvunarfræði og rafmangsverkfræði frá MIT og doktorsgráðu í vélarverkfræði frá sama skóla. Rannsóknir hans hafa fjallað um greiningu á útvarpsbylgjum (RFID) í sjálfvirkni og í öryggiskerfum. Joseph starfaði hjá Brooks Automation, MIT information Systems og hjá iRobot iðnrannsóknarstofu Bandaríkjanna. Joseph kennir núna  rafeindavélfræði (Mechatronics) og hönnun við Háskólann í Reykjavík. Hann er tengileiður milli Hakkavélarinnar, (vinnustofu hakkara) og samtaka borgarlegs-vísinda hóps sem hefur aðsetur sitt hjá Háskólanum í Reykjavík.

Joseph hefur unnið við róbota og sjálfvirkni bæði hjá MIT og hjá HR. Hjá MIT vann hann að hönnun beina í gervifætur róbóta.  Hjá iRobot vann við róbóta sem breyta áferð og formi.  Síðast vann hann með Róbóta í kennslu í Hönnunaráfanga við þróun róbóta til notkunar við eftirlit í álbræðslu til greiningar á hættulegum aðstæðum.  Joseph og Sigrún Harðardóttir unnu saman við samstarfsverkefnimilli HR og LHí í kennslu á gagnvirkum rafvélrænum verkum árið 2011.

Stefán Freyr útskrifaðist er með B.Sc.- og M.Sc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Meistaraverkefni hans fjallaði um samþættingu ljósmynda og þrívíddarupplýsinga til notkunar í myndaleit. Einnig vann hann við kafbátaverkefni HR, RUAUV, fyrst sem nemandi en eftir útskrift 2010, sem leiðbeinandi.

Stefán hefur starfað hjá OZ, Íslenskri Erfðagreiningu, Skrifstofu Alþingis og Hugsmiðjunni. Hjá Háskólanum í Reykjavík hefur Stefán haft umsjón með verkefnum  sem snúa að róbótum og mekatróník. Stærsta verkefnið er sjálfráður kafbátur Freyja sem tvívegis hefur tekið þátt í RoboSub keppninni í San Diego. Stefán er einn stofnenda Róbótaklúbbs HR og á vegum klúbbsins  hefur hann haldið byrjunarnámskeið í tölvusjón ásamt stjórn á einingabærum nemenda verkefnum.

Ehsan Hoque er búsettur í Bandaríkjunum þar sem hann stundar doktorsnám við “Affective Computing Group hjá MIT Media Lab) við MIT háskólann. Rannsóknarverkefni hans er samskiptaörðuleikar í gagnvirkni.  Ehsan mun fjalla um reynslu sína af þróun fyrstu sjálfvirku hljóð-róbotana fyrir Disney sem sjá, heyra og geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir.

LornaLAB var stofnað sumarið 2010 sem umræðugrundvöllur fyrir miðlun tæknilegrar þekkingar. Meðlimir samstakanna hafa staðið fyrir margvíslegum fyrirlestrum, smiðjum og umræðum er lúta að nýrri tækni og möguleikum hennar í skapandi greinum.

Viðburðurinn er ókeypis og er öllum opinn.


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>