EEG / heilarafritun

Laugardag 14 apríl, 13 – 17. Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi

Fjórða samstarfsverkefni LornaLABs og Listasafns Reykjavíkur á þessu ári verður haldið laugardaginn 14. apríl kl. 13 – 17. Viðfangsefni smiðjunnar er heilarafritun undir handleiðslu Halldórs Úlfarssonar myndlistarmanns með þátttöku nokkurra frummælenda m.a. Deepa Iyengar hjá MindGames.

Heilarafritun (e. electroencelography eða EEG ) er tækni sem hefur verið í notkun frá því á þriðja áratug síðustu aldar og gerir rannsakendum kleift að fylgjast með hugarástandi út frá tíðnisveiflum í rafboðum heilans.

Deepa Iyengar ræðir um það starf sem hefur átt sér stað hjá MindGames þróun leikja, sem byggja á þessum tækjum og eigin áhuga á möguleikum tækninnar.

Halldór Úlfarsson ræðir áhuga sinn á tækninni út frá þeim listrænu möguleikum sem hún opnar.

Tadas Žiemys meistaranemi í hagnýtri upplýsingatækni við Vytautas Magnus háskólann í Kaunas, Litháen mun segja stuttlega frá meistaraverkefni sýnu: “Preference Prediction Study” þar sem hann nýtir heilarafritun til að nema hvað notandi kann að meta og hvað ekki.

Líkur eru á fleiri góðum gestum sem hafa reynslu á þessu sviði.

Þátttakendur fá tækifæri til að prófa heilarafritun á sjálfum sér eftir því sem tími leyfir.

Viðburðurinn fer að hluta til fram á ensku, er öllum opinn og ókeypis. Heitt er á könnunni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>