Leandro Pisano og Phillip Thurtle

Fimmta samstarfsverkefni LornaLAB og Listasafns Reykjavíkur á þessu ári verður haldið laugardaginn 23. júní kl 13. Umsjón með smiðjunni hefur Eric Parr myndlistamaður. Gestafyrirlesarar verða ítalski sýningastjórinn og gagnrýnandinn Leandro Pisano og bandaríkjamaðurinn Phillip Thurtle, prófessor við Washington háskóla.

The Venue

Erindi Leandro Pisano Hljóð og nýmiðlar í dreifbýli tekur á nýmiðlatækni og hljóði sem hann hefur sérhæft sig í sem fræðimaður og sýningastjóri. Einnig hefur hann fengist við upplýsinga- og samskiptamiðlatækni fyrir dreifbýli. Hann stofnaði og stýrir hátíðinni Interferenze New Arts Festival, sem haldin hefur verið á Suður Ítalíu síðan 2003. Hann hefur einnig komið að skipulagi raflistaviðburða, stjórnað fyrirlestrum um nýmiðlalist og gagnvirka hönnunarviðburði. Hann skrifar einnig fyrir tímaritið Blow-Up og hefur starfað með Neural, Textura.org og tímaritunum Exibart og Nero. Pisano hlaut mastersgráðu í forngrískum, latneskum og ítölskum bókmenntum frá háskólanum í Napolí, með áherslu á málvísindi stafrænna miðla, aðferðafræði í rafrænni kennslu og sambandi nýrra miðla og sígildra listgreina.

Erindi Phillip Thurtle  Ómissandi myndheimur: Hreyfimyndin og raunveruleikinn tekur á hugmyndinni um myndsköpun raunveruleikans með notkun stafrænna miðla, sérstaklega í hreyfimyndagerð en einnig í kvikmyndum, sjónvarpsefni og á veraldarvefnum. Phillip Thurtle er núverandi prófessor við Washington háskólann. Hann hefur ritað ýmsar fræðigreinar og bækur um víðtæk efni m.a. The Emergence of Genetic Rationality: Space, Time, and Information in American Biology 1870-1920/ (University of Washington Press, 2008), BioFutures: Owning Information and Body Parts/ (University of Pennsylvania Press, 2008), Data Made Flesh: Embodying Information/ (Routledge, 2003) og Semiotic Flesh: Information and the Human Body/ (University of Washington Press, 2002).

Comments are closed.