Smiðjur

Aðalvirkni Lornalab félagskaparins veturna 2011 – 2013 hafa verið smiðjur í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi þar sem tekin hafa verið fyrir ýmis málefni á snertifleti lista og vísinda. Smiðjur þessar hafa m.a. snúist um tæknibrellugerð, hljóðfærasmíði, gerfigreind, framúrstefnulist, svo eitthvað sé nefnt.

Málefnamiðaðir hittingar hófust fyrst á fyrsta starfsvetri lornalab,  2010 – 2011, þegar LornaLAB var með aðstöðu í Útgerðinni (sem var hluti af Hugmyndahúsi Háskólanna) og voru haldnir þar reglulega fundi og kaffihangs með boðsgestum sem áttu það sameiginlegt að búa yfir áhugaverðri sérþekkingu. Þessir fyrstu fundir gengu undir nafninu kaffismiðjur eða Kaffilab, sem einskonar brandari um að kaffi, hangs og áhugaverðar samræður geti sjálfkrafa af sér góðar hugmyndir…

Aðrir viðburðir LornaLAB fyrsta veturinn voru svokölluð “Vandamálakvöld”, þar sem félagar eða aðrir var gefið færi á að bera upp vandamál við hópinn til að leita lausna eða skýra vandamálið nánar. Þessir viðburðir hafa runnið saman við smiðjurnar en fólki er líka bent á póstlista félagsins ef það vill bera tæknileg vandamál upp við meðlimi, það hefur reynst mörgum vel og öllum slíkum fyrirspurnum er tekið fagnandi.

Hafið samband