Hljóðrannsóknahópur Lornalab

Rannsóknahópur Lornalab í hljóðrannsóknum og hljóðfærahönnun.

Nokkrir meðlima Lornalab hafa myndað starfshóp um hljóðrannsóknir og hljóðfærahönnun. Í hópnum eru tónskáld, hljóðfærasmiður með klassíska menntun og myndlistarmaður / hönnuður. Meðlimir hafa stundað hljóðfærahönnun með mismunandi áherslum og sjá hag sinn í því að samnýta þekkingu og úrræði.

Langtíma markmið hljóðrannsóknahópsins er að styrkja möguleika þeirra einstaklinga sem að honum koma til þess að  sinna rannsóknum tengdum hljóðfæra-smíði og hönnun á Íslandi og kanna snertiflöt þeirrar virkni við nútíma tónsmíðar. Hópurinn mun sækja í rannsókna- og samkeppnissjóði til að fjármagna starfsemi sína.

Hópurinn hefur nýverið fengið aðgang að aðstöðu við Tónlistardeild Listaháskólans og fagnar því að sinna rannsóknum sínum í nærveru við M.A. námið sem er þar í mótun.

Verkefni framundan:
-Notkun “finite element” greiningar í tengslum við hönnun rýma sem gefa  tilteknar hljóðsvaranir, sem nýtist m.a. við hönnun hljómbotna fyrir strengjahljóðfæri.
-Uppsetning aðstöðu til tíðnimælinga þeirra hljóðfæra sem verið er að rannsaka.
-Notkun á “magnetoresistance” til að nema hljóð strengja ( í stað hefðbundinna segulspóla) sem liður í þróun Dórófóna.
-Þróun nýs forrits í tengslum við Þránófóna (hljóðfæri sem notast við eigintíðni loftrýmis sem hljóðgjafa).
-Fínpússun á stillanlegum formantti sem hefur verið þróaður í tengslum við Þránófóna.

Hópurinn:
Davíð Brynjar Franzson, tónskáld, PhD.
Hans Jóhannsson, fiðlusmiður.
Halldór Úlfarsson, myndlistarmaður.
Hlynur Aðils Vilmarsson, tónskáld.
Þráinn Hjálmarsson, tónskáld.
Áki Ásgeirsson, tónskáld.
Guðmundur Steinn Gunnarsson, tónskáld.
Ingi Garðar Erlendson, málmblástursviðgerðamaður, tónskáld.
Jesper Pedersen, tónskáld.
Páll Ivan Pálsson, tónskáld, faðir.