Gestur LornaLAB í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, sunnudaginn 6 apríl er Smári McCarthy, hönnuður, forritari og áhugamaður um stafrænt frelsi. Hann fjallar um skörun frelsis og öryggis í netveruleikanum.

Hverjir vita hvað fólk gerir í tölvunum sínum og af hverju vilja þeir vita það? Framtíð netsins er örugglega óráðin en almenningur, ríkisstjórnir, aktívistar og listamenn geta (ennþá) togað í taumana. En hvar eru taumarnir og hvernig er hægt að hafa áhrif? Þessar spurningar verða teknar fyrir í opinni samræðu við þátttakendur.

Viðburðurinn er liður í dagskrá Sequences VI og er öllum opinn að kostnaðarlausu. www.sequences.is

Lornalab kynnir Raspberry Pi smátölvuna laugardaginn 23. febrúar milli kl 13:00-15:00 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.  Raspberry Pi fæst að öllu jöfnu með sérsniðinni linux uppsetningu en fleiri stýrikerfi hafa verið sniðin fyrir hana, hún er ódýr og öflug og hefur því kveikt áhuga margra í nýsköpunar-, grúsk- og þróunarsamvinnugeirum.

Lornalab hefur fregnir af því að rétt undir 1000 Raspberry Pi séu í notkun á Íslandi.  Allir eigendur RPi sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta, hlýða á kynningar, drekka kaffi og spjalla.

Auglýst eftir framsögum um Raspberry Pi

Lornalab ætlar að kanna og kynna Raspberry Pi smátölvuna á næstunni. RPi fæst að öllu jöfnu með sérsniðinni linux uppsetningu en fleiri stýrikerfi hafa verið sniðin fyrir hana, hún er ódýr og öflug og hefur því kveikt áhuga margra í nýsköpunar, grúsk og þróunarsamvinnugeirum.

Lornalab hefur fregnir af því að rétt undir 1000 Raspberry Pi séu í notkun á Íslandi, okkur langar mikið að vita hvað þið eruð að gera með gripinn! Áhugasamir um að mæta á hitting og jafnvel kynna eigin verkefni hafi samband á:

lornalabcore@googlegroups.com

Lornalab var með svipaðar kynningar / hittinga þegar Arduino fór að dúkka upp á íslandi og getum vottað um góða stemmingu og synergíu í því samhengi!

Wikipedia um RPi